Kennarar

Sara María Júlíudóttir, einnig þekkt sem Forynja, er fata - og textílhönnuður. Hún hóf sitt andlega ferðalag eftir erfiða lífsreynslu sem breytti lífi hennar. Sara fór í sálarferðalag til Guatemala sem veitti henni þann innblástur að stíga enn betur inní kraftinn sinn og halda áfram með jóga að leiðarljósi. 2017 fór hún í jógakennaranám með það markmið að dýpka sjálfsþekkinguna en áhrifin voru önnur en hún hefði getað ímyndað sér. Hún fann styrk í kyrrðinni og mýktinni og langar að miðla sinni reynslu áfram. Sara er mikið náttúrubarn sem elskar að rækta sig og styrkja rætur sínar eins og hún gerir við allar plönturnar heima hjá sér.

Agnar Diego hefur alltaf haft áhuga á líkamsrækt og stundað íþróttir af kappi, Seinna meir fór hann inn á andlega braut, kynnti sér hugleiðslu og fleira fyrir andlegu hliðina. Hann hafði verið að glíma við bakverki og greindist með brjósklos í hálsi og baki og fann lækningu við verkjunum í jóga. Hann starfar sem jógakennari hjá Reebok Fitness en einnig sem hótelstjóri auk þess að vera tveggja barna faðir. Jóga hefur hjálpað honum að finna jafnvægi og að jarðtengja sig. Agnar trúir því að með því að gefa sjálfum sér tíma í jóga þá nær hann að áorka meira á öllum sviðum lífsins.

Lovísa hefur í langan tíma haft gaman af hreyfingu og stundaði hún Crossfitt í nokkur ár, en hún nærist af því að vera innan um fólk. Lovísa kynntist yoga þegar hún varð fyrir áfalli og missti getuna til að vera eins mikið í kringum fólk. Í kvíðanum gat hún farið á jóga mottuna,  þar sem hún fann fyrir öryggi og ró, náði að hugleiða, skoða og kynnast allskonar tilfinningum í líkama sínum. Hún gat dregið hugann frá fortíð og framtíð yfir í núið. Hún fékk líka hreyfingu við hæfi, fann fyrir vellíðan, fékk að heyra í sinni innri rödd og finna fyrir andardrætti sínum.

Follow us

  • INSTAGRAM
  • FACEBOOK

​© 2020 Eden Yoga Iceland