top of page

Bandvefslosun & hugleiðsla

Rólegir tímar sem henta öllum, komdu og losaðu um bandvefinn á slakandi og endurnærandi hátt.

  • 1 hour
  • 3.000 íslenskar krónur
  • Rafstöðvarvegur

Service Description

Body Reroll er æfingakerfi sem hjálpar þér að líða betur í eigin líkama. Þetta æfingakerfi hentar öllum, allt frá byrjendum til afreksfólks í íþróttum. Í Body Reroll notum við bolta til að nudda auma vöðva og bandvef líkamans og gerum einnig teygjur. Bandvefur er stoðvefur sem hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi og vera milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar verður vefurinn þurr sem getur haft áhrif á hreyfigetu. Bakverkir, höfuðverkir og skert hreyfigeta eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef. Stífni í herðablaði getur leitt upp í höfuð og stífni í mjöðm og lærum geta einnig haft mikil áhrif á bakið. Body Reroll getur hjálpað til við að: draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu, auka hreyfifærni, hreyfanleika og liðleika, bæta líkamsstöðu, undirbúa líkamann fyrir átök, og draga úr streitu og flýta fyrir endurheimt. Þetta eru rólegir tímar sem henta öllum. Tíminn er rólegur og slakandi með slökunarhugleiðslu í lok tímans. Komdu í þægilegum fatnaði með vatnsbrúsa með þér og tilbúin/nn í endurheimt líkama þíns hægt og rólega. Mælt er með því að losa um bandvefinn ca. einu sinni í viku. Kennari er Lovísa Einarsdóttir


Upcoming Sessions


Cancellation Policy

Ef þú ætlar að hætta við eða breyta tímanum vinsamleg gerðu það 24 tímum fyrir tímann


Contact Details

  • Rafstöðvarvegur, Reykjavík, Iceland

    454 3130

    info@edenyoga.is


bottom of page