Elemental SoundBath með Jósu og Olgu
20. September kl 20:00, Hljómbað Frumkraftanna með dansi og kakó
Service Description
Við bjóðum ykkur velkomin á skemmtilega “Frumkrafta upplifun” með Jósu og Olgu, þar sem ykkur er boðið að kynnast frumkröftunum í gegnum líkamann, dansi, hugleiðingu og slökun. Opnun með Kakó // Blue Lotus te - Hvað er Frumkrafta vinna? Jósa kynnir og segir m.a. frá bók sinni Elemental Rebirth sem er í framleiðsluferli og væntanleg í lok árs / byrjun 2025 - Dansferðalag gegnum frumkraftana, Jósa leiðir - Hljómbað með heilandi snertingu - Olga Hörn mun bjóða uppá létta heilunarsnertingu á meðan þú slakar á inní hljómbað með Jósu Öll erum við samansett úr vatninu, eldinum, loftinu og jörðinni. Hversu oft tökum við okkur tíma til að tengjast þessum frumkröftum hið innra? Hvað vilja þeir okkur? Hvernig getum við nýtt þessa parta í okkar einlægu, innri vinnu? Hvernig getum við notað þá til að hjálpa okkur að vinna úr og heila gamlar sögur og sár? Hvernig geta frumkraftarnir nýst okkur í sköpun og leik? Áhersla verður lögð á opnun og leik í gegnum líkamlega skynjun og djúpa innri hlustun. Hvað gerist er við hleypum inn auknu flæði í gegnum vatnið, virkjum kraftinn í eldinum, opnum fyrir hlustun í gegnum loftið og á sama tíma jarðtengjum okkur og nærum í gegnum jörðina? Hvernig líður okkur þá? Allt er þetta spurning um að tengjast. Tengjast umhverfi okkar með betri nánd og á sama tíma fara inná við og upplifa hvernig frumkraftarnir hreifa við okkur. Hvernig þeir hjálpa okkur að losa um spennu? Hvernig hjálpa þeir okkur að fylla á tankinn? Þessi kvöldstund er sérstaklega hönnuð fyrir þig sem langar að opna meira fyrir þínar innri gjafir. Fyrir þig sem ert að leita að auknu flæði í sköpun. Fyrir þig sem langar að sleppa gamla sjálfinu og tengjast nýjum möguleikum. Fyrir þig sem langar að leika þér meira í daglegu amstri. Gleðin er okkar upprunalega lund. Við þurfum ekki að nota efni eða utanaðkomandi aðstæður til að komast þangað. Með því að tengjast okkar innra, í gegnum hreyfingu, leik, og djúpa hlustun getum við opnað gáttir sem við ekki vissum að væru til. Jósa Goodlife er íslensk listakona búsett í Kaliforníu þar sem hún vinnur með orkuheilun, yoga og andlega listsköpun. Frumkraftavinna er hennar dýpsta köllun og er náttúran hennar æðsti kennari og heilari. Nýlega kláraði Jósa skriftir á bók um persónulega heilun í gegnum frumkraftana. Olga Hörn Fenger vinnur með nudd, gufu- og vatnsmeðferðir. Hún er einstök á sínu sviði og hefur gott innsæi og hefur gott innsæi á hvað hver og einn þarf á að halda , í gegnum hendurnar hennar næmu.
Upcoming Sessions
Cancellation Policy
Ef þú ætlar að hætta við eða breyta tímanum vinsamleg gerðu það 24 tímum fyrir tímann
Contact Details
Rafstöðvarvegur 1a, Reykjavík, Iceland
454 3130
info@edenyoga.is