top of page

Hjartabráðn og súkkulaði

Cacao athöfn með Heiðrúnu Maríu

  • 2 hours
  • 6.900 íslenskar krónur
  • Rafstöðvarvegur

Service Description

Vertu hjartanlega velkomin/nn í HJARTABRÁÐN með hjartaopnandi cacao bolla og næmni leiðslu Heiðrúnar Maríu. Fleiri og fleiri finna nú kallið að opna hjartað, tengjast tilfinningunum, frelsa hugan og hækka orkutíðnina sína. Að opna hjartað er stórkostlegt ferðalag sem berskjaldar okkur til þess að horfast í augu við sannleikann. Þessar athafnir eru fyrir alla, byrjendur og vana, þú þarft enga reynslu og mátt hafa helling af reynslu. Þetta eru einlægar og djúpar stundir þar sem við fyllum bollan okkar. Heiðrún María mætir þér af mýkt og mildi. Hún hefur tileinkað sér hjarta opnun í lífi og starfi og unnið náið með ceremonial cacao hérlendis, í Guatemala og Mexico síðan 2020. Í stundinni leiðir hún hópinn af sinni einstakri næmni í djúpa innri hlustun og tengingu við hjartað. Við drekkum cacao og þaðan erum við leidd í gegnum léttar öndunnaræfingar, djúpa hugleiðslu, tónheilun, söng og djúpslökun. Hver stund er einstök og ákveðið óvissu ævintýr. Ceremonial Cacao er mjúkur og öflugur plöntukennari sem á í einstöku ástarsambandi við hjartað. Það virkjar hjartað líkamlega og andlega, er gífurlega næringarrík og setur af stað losun endorfína eða “feel-good” hormóna (dopamín, seratonín og anandamíð svo eitthvað sé nefnt). Í þessum athöfnum færð þú tækifæri til þess að dvelja dýpra í þér. Að opna hjartað eykur skynjunina, dýpkar tengslin okkar, færir okkur frið og umfram allt eflir hamingju og sætti. Hún getur hjálpað þér að sjá lífið í nýju ljósi og samhengi. Þetta er fyrir alla sem vilja tengjast sjálfum sér og sitja betur í sér í daglegu lífi, þá er þetta fyrir þig. Fyrir bestu upplifun: Mælt er með að koma á léttum maga, helst ekki að borða 1,5 - 2 klst fyrir. Vökva sig af vatni vel samdægurs og daginn eftir Sleppa koffín og mjólkurvörum fyrir Vera í þægilegum fatnaði Ef þú ert á SSRI þunglyndis eða kvíðalyfjum eða með hjartakvilla vinsamlegast látið Heiðrúnu vita. Þessar athafnir geta stutt við þig sem undirbúningur fyrir stærri plöntu ferðalög, integration eftir plöntu ferðalög og yfirhöfuð í þinni heimkomu í hjartað. Kennari er Heiðrún María


Upcoming Sessions


Cancellation Policy

Ef þú ætlar að hætta við eða breyta tímanum vinsamleg gerðu það 24 tímum fyrir tímann


Contact Details

  • Rafstöðvarvegur, Reykjavík, Iceland

    454 3130

    info@edenyoga.is


bottom of page