top of page

Yin Yoga kennaranám hefst 18. ágúst 2024

50 klst Yin Yoga kennaranám með Sólveigu Stefánsdóttur í samstarfi við Aliciu Casillas

  • Starts Aug 18
  • 169.900 íslenskar krónur
  • Rafstöðvarvegur

Available spots


Service Description

Eden ásamt Sólveigu Stefánsdóttur, bjóða upp á vandað 50 klst Yin Yoga kennaranám. Námið er í samstarfi við Aliciu Casillas en Yin kennaranámið hennar hefur verið í boði í einum af virtustu skólum heims bæði í Tælandi og á Balí. Námið hefst 18. ágúst 2024 og er viðurkennt af Yoga Alliance. Gestakennari er Sara María Júlíudóttir Yin Yoga er hæg og meðvituð nálgun að jógaiðkun, sem veitir tækifæri til sjálfsskoðunar. Í Yin Yoga náum við að hlusta á líkamann okkar og sál og öðlumst tól til að hlúa að heilsunni, líkama og taugakerfi okkar. Yin yoga er áhrifarík iðkun fyrir huga, líkama og sál á meðan þú ferðast inn á við á leið til þekkingar og skilnings. Af hverju Yin Yoga? Í Yin Yoga er líkamsstöðum haldið í nokkrar mínútur í senn, til að ná að vinna djúpt inn í bandvefinn. Bandvefurinn er vefur sem umlykur allt innra með okkur, hann verndar og styður líkamann. Þar getur safnast saman spenna og streita, bólgur og verkir eftir gömul áföll eða lífsreynslu. Yin Yoga iðkun hjálpar til við að losa um þessa uppsöfnuðu spennu og streitu úr líkama og taugakerfi okkar. Yin Yoga eykur einnig orkuflæði til líffæra líkamans og eflir heilbrigði þeirra. Námið leiðir þig í gegnum 5 vikur af ferðalagi, sem einkennist af iðkun og sjálfsskoðun með einstökum og hlýjum stuðningi kennaranna. Þannig öðlast þú þau verkfæri sem þarf til að vera vottaður Yin Yoga kennari. Í náminu munt þú læra og kafa djúpt ofan í kenningar á bakvið Yin Yoga sem og leiðir til að innleiða þær inn í þína jógaiðkun og lífsstíl. Hvað mun ég læra í náminu? Grundvallaratriði Yin Yoga Hvernig á að kenna og nota stöðurnar á öruggan hátt Rétta iðkun og að leiðrétta Yin Yoga stöður Hvernig á að nota aukahluti í jóga Að kenna öndun og hugleiðslu Finna jafnvægi milli Yin og Yang í iðkun og daglegu lífi Um anatómíu og líkamann Um orkustöðvar og orkulíkamann Hvernig á að byggja upp Yin Yoga tíma Að búa til djúpa og fallega upplifun Námið sjálft Námið er kennt fimm sunnudaga og hefst 18. ágúst. Þar köfum við djúpt í Yin Yoga saman í öruggu rými. Þú færð afhent námsefni á bókaformi, skrifað af Aliciu Casillas. Einnig færðu lífstíðar aðgang að kennsluefni Aliciu á netinu. Námið er að hluta til online nám á kennsluvef Aliciu og að hluta til staðarnám í Eden á sunnudögum. Heimavinnu er skilað inn online ásamt lokaverkefni. Hægt er að skipta greiðslum og flest stéttarfélög greiða niður námsskeiðið Nánari upplýsingar veitum við á info@edenyoga.is eða Sólveig á solveigyoga@gmail.com


Upcoming Sessions


Cancellation Policy

Ef þú ætlar að hætta við eða breyta tímanum vinsamleg gerðu það 24 tímum fyrir tímann


Contact Details

  • Rafstöðvarvegur, Reykjavík, Iceland

    454 3130

    info@edenyoga.is


bottom of page