top of page

AÐ MÆTA SÉR MEÐ MILDI

Cacao, Yin Yoga, Bandvefslosun, 9D Breathwork Tónheilun

Starts Oct 6
34.900 íslenskar krónur
Eden Yoga

Available spots


Service Description

Að mæta sér með mildi – 4 vikna umbreytandi námskeið Við bjóðum þér í ferðalag þar sem líkami, hugur og sál fá næringu og hvíld. Námskeiðið fer fram einu sinni í viku, í 2 klukkustundir í senn, þar sem við blöndum saman kraftmiklum aðferðum sem styðja hvort annað og skapa heildræna upplifun. Við byrjum hvern tíma á að njóta Cacao, sem opnar hjartað, tengir okkur inn á við og styrkir samhljóm hópsins. Í framhaldinu vinnum við með mismunandi aðferðir – stundum tvær saman, stundum eina í einu – allt eftir því hvað þjónar hópnum best. Þú færð að upplifa m.a.: Yin Yoga – djúp slökun sem róar taugakerfið og losar spennu úr líkama og huga. Bandvefslosun – Body Reroll – mjúkar nuddboltameðferðir sem mýkja bandvef, draga úr spennu og endurnýja orkuna. 9D Breathwork – umbreytandi öndunarferðalag sem leiðir þig inn í undirmeðvitundina, hjálpar við að losa tilfinningalegar byrðar og kveikir innri kraft. Tónheilun – djúpt róandi hljóðbylgjur sem jafna orkuna, styðja endurheimt og leiða þig í innri frið. Við endum alla tíma á Tónheilun, svo líkaminn og taugakerfið geti tekið á móti ró og jafnvægi áður en þú ferð út í daginn þinn. Þetta er einstakt námskeið fyrir þig sem vilt losa spennu, næra líkama og sál og kveikja á vellíðan, jafnvægi og innri styrk. Leiðbeinendur: Lovísa & Sara María


Upcoming Sessions


Cancellation Policy

Ef þú ætlar að hætta við eða breyta tímanum vinsamleg gerðu það 24 tímum fyrir tímann


Contact Details

  • Rafstöðvarvegur 1a, Reykjavík, Iceland

    454 3130

    info@edenyoga.is


bottom of page