
Heim í hjartað
Í Eden bjóðum við upp á ýmsar fjölbreyttar aðferðir í öruggu rými fyrir þig til að sækja lækninguna sem býr innra með þér. Með því að mæta okkur sjálfum með forvitnina að leiðarljósi fáum við aðgang að innri fjársjóð sem bíður eftir að verða uppgötvaður. Velkomin í Eden - heim í hjartað.
Eden fjölskyldan


Sara María Júlíudóttir
Sara María er stofnandi og eigandi Eden Yoga. Hún er lærður jógakennari, markþjálfi, Cranio/ Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili og hefur lært Reiki-heilun og ýmsar aðrar heilunaraðferðir. Sara er í mastersnámi og stefnir á phd í Transpersonal Psychotherapy.

Lovísa Kristín Einarsdóttir
Lovísa er er meðstofnandi Eden Yoga. Hún er lærður jógakennari, markþjálfi, með kennsluréttindi í krakkajóga og Yin-yoga. Hún er einnig með kennsluréttindi og grunnnám í gong-heilun. Lovísa hefur lært aðferðir til að hjálpa fólki með áfallasögu.

Tobias Klose
Tobias lærði og stundaði jóga við fjallsrætur Himalaya. Hann stofnaði og rak fyrirtækið Dive.is, eftir að hafa dregið sig út úr rekstrinum ákvað Tobi að jóginn og ævintýramaðurinn þyrftu að hittast, sameinast og kyssast eins og hann segir svo skemmtilega frá sjálfur.
Tobias er í mastersnámi og stefnir í Transpersonal Psychotherapy.

Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir
Kolbrún Ýr er með dipl. master í Jákvæðri sálfræði og kennsluréttindi frá HÍ, hún er Andlegur Einkaþjálfari, núvitundar- og hugleiðslukennari, Reiki meistari, Access Bars orkumeðferðaraðili og er með Hatha, Yin, Nidra og áfalla- og streitu jógakennararéttindi, Breathwork instructor frá YogaLap og með grunnnám í gong tónheilun.
Kolbrún er með starfsemina
Lifðu betur með þér

Daníel Þorsteinsson
Danni er fjöl-hljóðfæraleikari en hann byrjaði sinn tónlistarferil sem trommu- og slagverksleikari og hefur gefið út tónlist síðan 1994. Síðustu tvo áratugi hefur Danni farið meira út í hljóðgervla og akústísk heimshljóðfæri og á tónheilun hug hans allan. Daníel er Reiki meistari og gefur hann út tónlist undir nafninu TRPTYCH. www.trptych.com

Guðfinna Hugrún Grundfjörð
Guðfinna er með Master of Science Applied Positive Psychology, frá háskólanum í Buckinghamshire New University, BA í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri, RTT meðferðardáleiðslu og stundar nú nám í MAPS therapy educational program.

Laufey Björk Þorsteinsdóttir
Laufey er Jógakennari, með Yin yoga kennsluréttindi, Aerial rólujóga kennari og með Yin fascial trauma release kennsluréttindi. Einnig er hún með kennsluréttindi á að vinna með bolta í bandvefslosun frá Happy Hips. Hún hefur farið á námskeið að læra að spila á Gong, 5 rthma dansi, Wom Hof öndunartækni og Sigrum streituna hjá Primal.

Íris Ann Sigurðardóttir
Íris Ann Sigurðardóttir lærð í - Höfuðbeina & Spjaldhryggjar meðferð hjá Upledger á Íslandi. Hún lærði Kundalini Activation undir leiðsögn Þórunnar Hlín og orkuvinnu hjá Upledger á Íslandi. Líkamsrækt & Næring hjá Hreyfingu. ACE Ljósmyndun & Sjónlist. Íris stundar nú nám í Sálfræði.

Sólveig Stefánsdóttir
Vantar texta