
Heim í hjartað
Í Eden bjóðum við upp á ýmsar fjölbreyttar aðferðir í öruggu rými fyrir þig til að sækja lækninguna sem býr innra með þér. Með því að mæta okkur sjálfum með forvitnina að leiðarljósi fáum við aðgang að innri fjársjóð sem bíður eftir að verða uppgötvaður. Velkomin í Eden - heim í hjartað.
Eden fjölskyldan


Sara María Júlíudóttir
Sara María er stofnandi og eigandi Eden Yoga. Hún er lærður jógakennari, markþjálfi, Cranio/ Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili og hefur lært Reiki-heilun og ýmsar aðrar heilunaraðferðir. Sara er í mastersnámi og stefnir á phd í Transpersonal Psychotherapy.

Lovísa Kristín Einarsdóttir
Lovísa er meðstofnandi Eden Yoga. Hún er með Hatha, Yin, krakka og áfalla- og streitu jógakennararéttindi. Hún er markþjálfi og reiki meistari og einnig er með kennsluréttindi í gong- tónheilun.

Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir
Kolbrún Ýr er skipuleggjari Eden hún með dipl. master í Jákvæðri sálfræði og kennsluréttindi frá HÍ. Hún er núvitundar- og hugleiðslukennari, Reikimeistari, Access Bars orkumeðferðaraðili og er með Hatha, Yin, Nidra og áfalla- og streitu jógakennararéttindi, Breathwork instructor frá YogaLap og með grunnnám í gong tónheilun.
Kolbrún er einnig með starfsemina

Tobias Klose
Tobias lærði og stundaði jóga við fjallsrætur Himalaya. Hann stofnaði og rak fyrirtækið Dive.is, eftir að hafa dregið sig út úr rekstrinum ákvað Tobi að jóginn og ævintýramaðurinn þyrftu að hittast, sameinast og kyssast eins og hann segir svo skemmtilega frá sjálfur.
Tobias er í mastersnámi og stefnir í Transpersonal Psychotherapy.

Daníel Þorsteinsson
Danni er fjöl-hljóðfæraleikari en hann byrjaði sinn tónlistarferil sem trommu- og slagverksleikari og hefur gefið út tónlist síðan 1994. Síðustu tvo áratugi hefur Danni farið meira út í hljóðgervla og akústísk heimshljóðfæri og á tónheilun hug hans allan. Daníel er Reiki meistari og gefur hann út tónlist undir nafninu TRPTYCH. www.trptych.com

Íris Ann Sigurðardóttir
Íris Ann Sigurðardóttir lærð í - Höfuðbeina & Spjaldhryggjar meðferð hjá Upledger á Íslandi. Hún lærði Kundalini Activation undir leiðsögn Þórunnar Hlín og orkuvinnu hjá Upledger á Íslandi. Líkamsrækt & Næring hjá Hreyfingu. ACE Ljósmyndun & Sjónlist. Íris stundar nú nám í Sálfræði.

Arnór Sveinsson
Arnór Sveinsson heiti ég, og ég brenn fyrir því að leiða fólk í átt að sjálfsvinnu. Margir sem koma til mín eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum, og því er gott að vera með mörg tól til að bjóða upp á. Þar sem við erum öll blanda af huga, líkama og sál, þá finnst mér mikilvægt að sjálfsvinna haldi utanum alla þessa þætti. Í tímum hjá mér leiði ég fólk inn í slökunarástand með ýmsum aðferðum, en mikilvægast finnst mér að kenna fólki að nota þessar aðferðir sjálft, svo að það öðlist vald yfir eigin taugakerfi og líkama.
Meira um Arnór á anda.is

Dagbjört Viðarsdóttir
Dagbjört Viðarsdóttir er markþjálfi og Reiki-heilari, hún er einnig með kennsluréttindi í bandvefslosun og stefnir á frekara nám á sviði sjálfsræktar.