top of page
DSC07399.jpg
Skothelt taugkerfi

Endurheimt fyrir framsækið fólk

6 janúar – 12 febrúar

Þriðjudaga & fimmtudaga

Kl 8:30- 11:30

6 vikna námskeið – 12 skipti
2x í viku 2 klst í senn

8 pláss

verð: 98.000

Líkami & Öndun er dagsnámskeið sem sameinar öndun, líkamsvitund og meðvitaða líkamlega vinnu til að styðja við jafnvægi, seiglu og endurheimt í taugakerfinu. Á námskeiðinu er unnið bæði með styrktaræfingar sem byggja upp burð og stöðugleika og teygjur sem létta á kerfinu, mýkja líkamann og styðja við djúpa slökun.

Í stað þess að líta á virkni og slökun sem andstæður, er hér unnið með þær sem samverkandi þætti í sama ferli. Líkaminn fær að vera virkur í öruggu umhverfi – og í kjölfarið rými til að slaka á, jafna sig og endurstilla sig. Þessi samsetning styður við getu taugakerfisins til að færast á milli virkni og hvíldar með meiri mýkt og trausti.

Teygjurnar eru nýttar sem leið til að losa um spennu, skapa rými í líkamanum og styðja við öndun og nærveru. Þær eru unnar á rólegum hraða, með áherslu á skynjun og tengingu, þannig að líkaminn fái skýr skilaboð um öryggi og slökun. Styrktaræfingarnar byggja upp stöðugleika og innri styrk á hátt sem virðir mörk líkamans og styður við sjálfstraust í eigin hreyfingu.

Líkami & Öndun er þannig heildstætt ferðalag þar sem virkni, mýkt og nærvera vinna saman. Með öndunina sem leiðarljós fær líkaminn að upplifa bæði styrk og ró – og taugakerfið rými til að finna jafnvægi á ný.

NÁMSKEIÐIÐ HENTAR ÞÉR EF ÞÚ:

  • Finnur fyrir streitu, spennu eða stöðugri virkni í líkamanum

  • Vilt styrkja tengingu við líkama og öndun á öruggan hátt

  • Finnur að þú ert oft „í hausnum“ og vilt koma meira niður í líkamann

  • Vilt byggja upp styrk, stöðugleika og mýkt í eigin líkama

  • Leitar að raunhæfum verkfærum sem nýtast í daglegu lífi

     

  • Á NÁMSKEIÐINU VINNUM VIÐ MEÐ:

  • Öndun sem styður við jafnvægi, nærveru og innri ró

  • Líkamsvitund (somatic nálgun) til að auka skynjun og tengingu

  • Styrktaræfingar sem byggja upp burð, stöðugleika og sjálfstraust í hreyfingu

  • Teygjur sem létta á kerfinu, mýkja líkamann og styðja við slökun

  • Hægari tempo og meðvitaða leiðsögn sem virðir mörk líkamans

  • Hagnýt verkfæri sem auðvelt er að taka með inn í daglegt líf

     

  • EFTIR NÁMSKEIÐIÐ UPPLIFA MARGIR:

  • Meiri ró og jafnvægi í líkama og taugakerfi

  • Betri tengingu við öndun og innra ástand

  • Aukna líkamsvitund og skýrari mörk

  • Tilfinningu fyrir burði, mýkt og innri stöðugleika

  • Verkfæri til að styðja sig í streituvaldandi eða krefjandi aðstæðum

  • Dýpri skilning á því hvernig líkaminn vinnur með – ekki gegn – þér

Heading 1

bottom of page