Algengar spurningar
Hjálplegar upplýsingar
Ég næ ekki að skrá mig í tíma?
Ef þú átt kort - Gakktu úr skugga með að þú sért loggaður inn á rétt netfang. Netfangið sem kortið er skráð á.
Ef þú lendir í veseni að fylla út upplýsingar að þá mælum við með að loka vefnum og opna hann aftur til þess að endursetja stillingarnar þínar.
Ef þú átt ekki kort að þá getur þú fylgt skrefunum hér fyrir neðan:
Veldu "Bóka tíma" , veldu hvaða tíma þú vilt prufa og tímasetningu (t.d. smella á 5pm), smelltu þá á "Áfram" og fylltu út upplýsingarnar. Þú getur svo valið að kaupa stakan tíma eða valið að kaupa kort.
Hvað þarf ég að taka með mér?
Ekki neitt! Frekar en þú vilt! Við erum með yogadýnur, teppi, yogakubba og allt sem til þarf í alla tímana okkar. Einnig eru til sölu drykkir í versluninni okkar en ef þú verður extra þyrst/ur að þá mælum við að koma með vatnsflösku.
Þarf ég að borga á netinu?
Nei. Þú þarft ekki að borga á netinu, þegar þú ert búin að velja "Bóka tíma" , velja tímasetningu (t.d. 5pm), smelltu þá á "Áfram" og fylltu út upplýsingarnar. Hakaðu svo við "Borga fyrir stakan tíma ISK 3,500" og smelltu á "Klára bókun". Hakaðu svo við "Pay in Person" - þá ertu 100% skráð/ur í tímann og getur greitt á staðnum.
Hvar er Eden Yoga?
Eden Yoga er staðsett á Rafstöðvarvegi 1. Tekur beygjuna frá Reykjanesbrautinni í áttina frá Reykjavík, áður en þú kemur að N1 á höfða. Beygir síðan til vinstri og strax aftur til vinstri og keyrir upp götuna (yfir smá grýttan veg) þar til þú kemur að gömlu kartöflugeymslunum (hvítt raðhús) og Eden Yoga leynist alveg út í enda.