Acerca de
Skilmálar
Endurgreiðslustefna
Námskeið, kort og gjafakort fást ekki endurgreidd og þeim er ekki hægt að skila.
Korthafar & Mæting
Eden hefur heimild til að rukka fullt gjald fyrir tíma sem klippikorts-, mánaðarkorts- og árskortshafar skrá sig í ef þeir mæta ekki. Skylt er að afbóka sig amk. 3 klst fyrir tímann (korthafar fá senda rukkun gjaldsins).
Niðurfelling tíma
Eden hefur heimild til að leggja niður tíma ef það eru 3 eða færri meðlimir skráðir í tímann, bæði meðlimur og kennari fá tölvupóst.
Öryggisskilmálar (vernd persónuupplýsinga)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Persónuverndarstefna
All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Skilmálar greiðsludreifingu
Sé um greiðsludreifingu að ræða gildir eftirfarandi:
Ég, greiðandi, (hér eftir “meðlimur”) óska eftir því að gera samning um greiðsludreifingu vegna kaupa á ótímabundnu korti hjá eden (Gengur best ehf). Kortið veitir meðlim fullan aðgang að opnum tímum hjá eden frá og með dagsetningu kaupum á vefsíðunni.
Greiðandi þarf að staðgreiða einn mánuð við gerð samnings þessa og greiða aðra mánuði fyrirfram í upphafi hvers mánaðar. Sé ekki innistæða fyrir greiðslum á gjalddaga skulu dráttavextir og lögbundinn innheimtukostnaður vera borinn af meðlim.
Skilmálar greiðsludreifingarsamnings
eden skuldbindur sig til að hafa í boði þá þjónustu sem auglýst er á hverjum tíma og veita meðlim aðgang að opnum tímum sem Eden býður upp á, svo lengi sem pláss leyfir. Kortið veitir meðlim þó ekki aðgang að lokuðum tímum eða námskeiðum sem Eden býður uppá gegn gjaldi en eden býður upp á sérstök kjör á slíkum námskeiðum.
Meðlimur kemur í eden er á eigin ábyrgð og lofar að ganga vel um eden. Meðlimur er ekki heimilt að framselja rétt sinn og athygli er vakin á því að kort sem er í greiðsludreifingu er tímabundinn samningur sem hægt er að segja upp eftir 2 mánaða bindingu, uppsagnarfrestur er 1 mánuður. Hinsvegar er hægt að leggja inn kort þegar það þarf í lengri tíma en 4 vikur gegn framvísun læknisvottorðs.