top of page

✨ Cacao – Hugleiðsla – Innblástur - Valdefling - Tónheilun – Djúpslökun ✨

Starts Nov 30
7.900 íslenskar krónur
Eden Yoga

Available spots


Service Description

Sunnudaginn 2. nóvember ´25 Klukkan 19:30 - 21:30 Langar þig að rækta systralagið og tengjast sjálfri þér dýpra?
 Komdu í nærandi kvennahring þar sem þú færð tækifæri til að eiga stund með þér sjálfri, spegla þig í samkvenlegri reynslu og visku og stilla þinn innri áttavita. Við sköpum rými þar sem þú mátt slaka á, losa og næra, án þess að þurfa að vera neitt annað en þú ert. 
Við leiðum saman djúpt og mjúkt ferðalag þar sem cacao opnar hjartað, tónheilun mýkir dýpstu lög og hugleiðsla færir þig nær innri visku. Sara María, Lovísa Kristín og Helga Snjólfs leiða kvöldið og nýta fjölbreytt verkfæri sem þær hafa tileinkað sér í gegnum árin.
 Saman skapa þær öruggt og fallegt rými þar sem þú getur mætt sjálfri þér með virðingu og væntumþykju. 🎶 Tónlistin, samveran, athöfnin, vinnur saman að því að þú gangir út nærð á sál og líkama og með völdin í eigin lífi. 💫 Þetta er rými fyrir konur sem vilja stíga inn í styrk sinn, mýkt sína, og muna það sem þær vissu alltaf.


Upcoming Sessions


Cancellation Policy

Ef þú ætlar að hætta við eða breyta tímanum vinsamleg gerðu það 24 tímum fyrir tímann


Contact Details

  • Rafstöðvarvegur 1a, Reykjavík, Iceland

    454 3130

    info@edenyoga.is


bottom of page