top of page

Yin Yoga

Yoga fyrir bandvefinn, liðböndin, liðarmót og sinar. Tími þar sem við leitum inn á við.

  • 1 hour
  • 3,000 Icelandic krónur
  • Rafstöðvarvegur

Service Description

Hvað er Yin Yoga ? Yin Yoga er yogastíll þar sem ákveðnum óvirkum yogastöðum er haldið í langan tíma (3-10 mín). Notkun vöðva er haldið í lágmarki. Á meðan hefðbundið yoga leggur áherslu á vöðvana þá vinnur Yin með bandvefinn, liðböndin, liðamótin, sinarnar og beinin. Í Yin þurfa vöðvarnir að vera slakir svo að bandvefurinn geti gefið eftir. Tímarnir eru hægari, iðkendur leita meira inn á við. Þú lærir að anda þig í gegnum óþægindi og sitja með hugsunum þínum. Yin Yoga eykur orkuflæði til líffæra líkamans og eflir heilbrigði þeirra. Með því að teygja og dýpka stöður opnast fyrir stíflur, orka losnar og nær að flæða um líkamann á ný. Yin yoga er fullkomið mótvægi ákafra æfinga eins og hlaup, hjólreiðar, dans og ýmsar íþróttir – hjálpar þér að koma jafnvægi á æfingaplanið. Einföld iðkun sem er gerð í kyrrð og þögn – en alls ekki alltaf auðveld og þægileg. Hjálpar þér út fyrir þægindarammann – en þar gerast töfrarnir. Fyrir hverja er Yin Yoga ? Yin Yoga er fyrir þá sem eru þreyttir og þrá að fyllast orku, eða þá sem eru upptjúnaðir og eiga of mikla orku. Fyrir alla sem glíma við meiðsli eða krónísk veikindi eins og gigt eða beinþynningu. Gott fyrir þá sem eru að byrja að fikra sig áfram við hugleiðslu því heimurinn hendir á okkur áreiti allan daginn og heldur huganum okkar stöðugt uppteknum. Það skiptir ekki máli hvort upplýsingarnar sem lenda á okkur eru mikilvægar eða ekki, hugurinn þarf samt að díla við þær. Við verðum háð þessu áreiti og þegar við upplifum kyrrð og þögn þá leitum við í að skrolla á netinu, glápa á Netflix, leita að stöffi – alveg sama hvað, bara til að fylla upp í gatið. Opnum hugann gagnvart nýrri upplifun og sleppum takinu af væntingum – það gæti verið akkúrat það sem þú þarfnast. Leiðbeinandi Lovísa Kristín Einarsdóttir


Upcoming Sessions


Cancellation Policy

Ef þú ætlar að hætta við eða breyta tímanum vinsamleg gerðu það 24 tímum fyrir tímann


Contact Details

  • Rafstöðvarvegur, Reykjavík, Iceland

    454 3130

    info@edenyoga.is

bottom of page