top of page

Yin Yoga

Yoga fyrir bandvefinn, liðböndin, liðarmót og sinar. Tími þar sem við leitum inn á við.

  • 1 hour 15 minutes
  • 3.000 íslenskar krónur
  • Rafstöðvarvegur

Service Description

Hvað er Yin Yoga? Yin yoga er mjúkt Yoga. Það er ólíkt annarri yoga iðkun því það er hægari iðkun. Hverri stöðu er haldið í 2-5 mínútur í senn, til að ná að vinna djúpt inn í bandvefinn/fascia vefinn. Yin Yoga er oft iðkað í lækningar skyni, t.d. vegna líkamlegra meiðsla eða andlegra áfalla, því það er sérstaklega gert til að losa um uppsafnaða spennu og streitu í líkama og taugakerfi okkar. Það hjálpar okkur úr ‘fight-or-flight’ mode sem við erum stundum föst í í daglegu lífi okkar. Þetta er líkamlegt og andlegt ferðalag, sem gerir okkur kleift að tengja iðkun okkar betur við innri starfsemi líkamans og mæta okkur sjálfum þar sem við erum stödd hverju sinni, með sjálfsmildi og kærleik. Flestar stöður eru í sitjandi eða liggjandi stöðu og notast er við yoga kubba og púða til að mæta líkamanum þar sem hann er staddur hverju sinni. Áhersla er lögð á andardráttinn, þar sem þú lærir að anda þig í gegnum óþægindi og sitja með hugsunum þínum. Á meðan hefðbundið yoga leggur áherslu á vöðva þá vinnur Yin með bandvefinn, liðböndin, liðamótin, sinarnar og beinin. Í Yin þurfa vöðvarnir að vera slakir svo að bandvefurinn geti gefið eftir og því er haldið kyrrstöðu og líkamanum gefið færi að slaka á inní stöðuna. Yin Yoga eykur orkuflæði til líffæra líkamans og eflir heilbrigði þeirra. Með því að teygja og dýpka stöður opnast fyrir stíflur, orka losnar og nær að flæða um líkamann á ný. Fyrir hverja er Yin Yoga ? Yin Yoga hentar fólki sem er að taka sín fyrstu skref í yoga, eða þeim sem vilja dýpka iðkun sína og skilning. Fyrir þau sem vilja hægja á í dagsins önn og losa um streitu. Þau sem vilja losna undan áreiti og mæta sjálfu sér með sjalfsmildi. Yin Yoga er fyrir þau sem eru þreytt og þrá að fyllast orku, eða þá sem eru upptjúnaðir og eiga of mikla orku. Gott fyrir þá sem eru að byrja að fikra sig áfram við hugleiðslu því heimurinn hendir á okkur áreiti allan daginn og heldur huganum okkar stöðugt uppteknum. Það skiptir ekki máli hvort upplýsingarnar sem lenda á okkur eru mikilvægar eða ekki, hugurinn þarf samt að díla við þær. Við verðum háð þessu áreiti og þegar við upplifum kyrrð og þögn þá leitum við í að skrolla á netinu, glápa á Netflix, leita að stöffi – alveg sama hvað, bara til að fylla upp í gatið. Opnum hugann gagnvart nýrri upplifun og sleppum takinu af væntingum – það gæti verið akkúrat það sem þú þarfnast. Kennarar eru Lovísa, Kolbrún og Þorgerður


Upcoming Sessions


Cancellation Policy

Ef þú ætlar að hætta við eða breyta tímanum vinsamleg gerðu það 24 tímum fyrir tímann


Contact Details

  • Rafstöðvarvegur, Reykjavík, Iceland

    454 3130

    info@edenyoga.is


bottom of page