Honey Flow Yoga með Helgu Snjólfs
- Yin yoga, hreyfiteygjur og djúpslökun með tónheilun.
Service Description
Honey flow Honey flow - Yin yoga, mjúkt hreyfiflæði & djúpslökun með tónheilun Mjúkir og djúpir yogatímar sem núllstilla og endurnæra líkamann. Tækifæri til að róa hugann og setja athyglina á að finna og skynja í líkamanum. Algjört dekur fyrir líkama og sál. - Mánudagar kl.17:15-18:15 Líkaminn okkar er magnað og fullkomið fyrirbæri sem setur af stað heilunar- og uppbyggingarferli þegar við hreyfum hann mjúklega, búum til pláss og liggjum svo í djúpri slökum og látum töfrandi tóna leika um okkur og í gegnum okkur. Mættu í þægilegum og mjúkum fötum og leyfðu þér að lenda í líkamanum og uppskera hunangsmjúka sælu og ró. Engin fyrri reynsla nauðsynleg, þessi tími er aðgengilegur fyrir alla. Leiðbeinandi er Helga Snjólfs sem hóf sitt yoga ferðalag ung að aldri og hefur leiðbeint öðrum síðan 2012. Í seinni tíð hefur áherslan á mýkt, mildi og djúpa meðvitund í yogaiðkuninni aukist og eru þessir tímar sprottnir upp úr því.
Upcoming Sessions
Cancellation Policy
Ef þú ætlar að hætta við eða breyta tímanum vinsamleg gerðu það 24 tímum fyrir tímann
Contact Details
Rafstöðvarvegur 1a, Reykjavík, Iceland
454 3130
info@edenyoga.is