top of page

Bandvefslosun - Bolta nudd

Bandvefur – lykillinn að frjálsri og mjúkri hreyfingu

1 h
3.500 íslenskar krónur
Eden Yoga

Service Description

Bandvefslosun er mjúkur og nærandi hóptími þar sem við vinnum djúpt í bandvefnum með boltum, léttum þrýstingi, mýkjandi teygjum og meðvitaðri öndun. Í Tímanum hjálpar þú líkamanum að losa spennu, bæta flæði í vefjum og skapa meiri léttleika í líkamsstöðu, hreyfingu og líkamsvitund. Tíminn hentar sérstaklega vel fyrir þá sem upplifa — stirðleika eða spennu í hálsi, herðum eða mjóbaki — þreytu eða líkamlegt álag — minni hreyfigetu eða stirðleika í líkamanum — þörf fyrir róandi, endurnærandi hreyfingu Bandvefurinn (fascia) tengir saman vefi líkamans og hefur áhrif á skynjun, styrk, jafnvægi og vellíðan. Þegar hann verður stífur eða ofspenntur getur það valdið spennu og verkjum víðar í líkamanum. Með markvissri og mjúkri vinnu skapast meira rými, mýkt og flæði — bæði líkamlega og taugakerfislega. Tíminn er rólegur, jarðbundinn og aðgengilegur fyrir alla — hvort sem þú ert byrjandi, íþróttaiðkandi eða einfaldlega vilt gefa taugakerfinu góða slökun. Kennari: Lovísa


Upcoming Sessions


Cancellation Policy

Ef þú ætlar að hætta við eða breyta tímanum vinsamleg gerðu það 24 tímum fyrir tímann


Contact Details

  • Rafstöðvarvegur 1a, Reykjavík, Iceland

    454 3130

    info@edenyoga.is


bottom of page